„Biðst velvirðingar ef þetta hefur kostað þig óþægindi.“ Svo hljóðar undarleg afsökunarbeiðni Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá Forlaginu fyrir að hafa logið stórkarlalega að blaðamanni Fréttatímans. Afsökunarbeiðnin er nánast verri en tilefnið. Að vísu er hún í stíl við almenna vangetu Íslendinga við að biðjast heiðarlega afsökunar. Lygi Forlagsins í mörgum tölvupóstum leiddi til langs viðtals með tröllasögum höfundar, sem alls ekki er til. Augljóst er, að ítrekuð og barnaleg fyndni hefur valdið blaðamanni og fréttablaði sárum álitshnekki. Hver á hér eftir að trúa Jóhanni Páli og Forlaginu?