Hef ekki séð fréttir í hefðbundnum fjölmiðlum af nýjustu fylgiskönnun MMR 16. október 2015. Hún sýnir nánast óbreytt hlutföll stjórnmálaflokkanna. Tölurnar eru þessar:
34% Píratar
22% Sjálfstæðisflokkur
12% Vinstri græn
11% Samfylkingin
10% Framsókn
6% Björt framtíð
3% aðrir alls
Fylgi flokkanna hefur haldizt nánast óbreytt í könnun eftir könnun síðan í vor. Sveifur eru innan skekkjumarka og þess vegna ekki marktækar. Ýmsar sviptingar í pólitíkinni og tilraunir til að hrista fylgið hafa engu breytt. Bófaflokkarnir hafa fundið sinn botn og fara ekki neðar vegna mikils fjölda íslenzkra fávita. Píratar hafa fundið sinn topp og munu þurfa tvo flokka með sér í næstu ríkisstjórn. Þar verða Blair-istar Samfylkingarinnar til mestra vandræða.