Græðgi og óþolinmæði eru fremur hratt orðin inngróin í samfélagið. Forstjórum fyrirtækja er fyrirmunað að sjá út yfir ársfjórðungsuppgjörið. Mantran er: Ég vil fá allt og vil það strax. Skylt þessu er, að ríkið neitar að borga fólki, sem vann neyðarþjónustu í verkfalli. Hlýtur að hefna sín, þegar til lengri tíma er litið. Annar þáttur er hefnigirnin í Hæstarétti, sem dæmir burðardýr í hæstu refsingar. Dómari of hefnigjarn til að draga strútshausinn úr sandinum. Spáir ekki í langtíma afleiðingar, þegar aukahjól glæpa neita að hjálpa rannsakendum. Pyrrusar-sigur í bardaga dagsins er guð, án tillits til tjónsins fyrir Rómar-stríðið næstu mánuði og ár.