Forsætisráðherra er skylt að svara fyrirspurnum þingmanna að lögum og reglum. Sigmundur Davíð getur það samt ekki. Á almennt erfitt með að taka þátt í umræðu á þingi. Verður jafnan reiður og hleypur út, ef eitthvað bjátar á. En í þessu máli kastar tólfunum. Hefur í átta mánuði komið sér undan að svara, hvað varð um loforð hans um afnám verðtryggingar. Vísað er á Bjarna Benediktsson, er hafi með verðtryggingu að gera í ríkisstjórninni. Með því er forsætis að segja, að hann ráði ekki við fjármálaráðherra. Ekki er samt í boði að Bjarni svari fyrir digurbarkaleg loforð Sigmundar. Hvarf hins fagra loforðs er því enn á huldu.