Í næstu kosningabaráttu verða píratar rækilega teknir í gegn og þeim velt upp úr tjöru og fiðri. Reynt verður að kaffæra umræðu um stjórnarskrá og þjóðareign auðlinda. Sendar verða fram sveitir listamanna og rithöfunda til að gagnrýna stefnu pírata um hugverkarétt og -stuld. Svör verða því miður þvogluleg. Ég hef séð í umræðunni, að sumir píratar vilja vernda stuld. Ráðamenn í flokknum telja sig þurfa að leita jafnvægis milli þjófnaðarsinna og heiðarlegs fólks. Hætt er við, að þetta geti haft áhrif á fylgisþróun flokksins. Hef ítrekað varað pírata við slíkri skammsýni og fengið hroka og skæting þjófnaðarsinna til baka.