Digurbarki fávitanna

Punktar

Eygló Harðardóttir kann alls ekki að reikna. Ekki einföldustu dæmi. Dæmigerður fulltrúi íslenzkra stjórnmála. Ekki alls fyrir löngu töldu kjósendur Framsóknar hana vera framtíðarstjörnu. Hún kann bara að skipa nefndir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sló heimsmet í kosningaloforðum. „Einfalt að afnema verðtryggingu“ æpti hann í heilsíðu fyrirsögn. Eftir kosningar hefur hann endalaust verið að slá heimsmet í svikum við kosningaloforð. Nú er orðið svo svakalega erfitt að afnema verðtryggingu, að hann vísar bara á Bjarna Ben. Þjóðinni er boðið upp á stjórn digurbarkalegra fávita. Hvar eru þessir frábæru kjósendur Framsóknar?