Undir forustu þáverandi ráðherra, Steingríms J. Sigfússonar og Kristjáns L. Möller, veitti ríkið Vaðlaheiðargöngum ólöglega ríkisábyrgð. Ríkisendurskoðun gagnrýnir háttalagið harðlega. Það var hluti af siðlausum fyrirgreiðslum handa kísilveri á Bakka. Steingrímur og Kristján voru og eru framsóknarmenn, þótt þeir séu í öðrum flokkum. Vonandi verða þeir ekki á næstkjörnu alþingi. Þeir eru brennimerktir af ósiðlegu hagsmunapoti eins og endurkjörinn varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, sem gætti hagsmuna Samherja. Nefni það, svo að fólk freistist ekki til að halda, að S og V séu aðrir stafir en D og B.