Hvort mundir þú vilja fá laun greidd í krónum eða evrum? Ég vel auðvitað evrur. Veit, að það er traust mynt, er hefur hrist af sér ýmsan vanda fjölþjóðamyntar. Til langs tíma er hún á pari við dollar. Veit líka, að krónan er skeinipappír, sem enginn vill fá í hendur. Hún er samt sögð hafa leyst vanda Íslands eftir hrunið. Staðreyndir þess eru tvær: 1) Hún var einn af helztu gerendum hrunsins. 2) Hún „leysti“ vandann síðan með því að varpa byrðunum á herðar almennings. Meðsekir krónunni eru einnig Íslands getulausu pólitíkusar. Við losnum ekki við þá, en getum losað okkur við krónuna. Of margir sæta því Stokkhólms-heilkenni að lofsyngja sinn mesta kvalara, krónuna.