Tafir af röfli um stað

Punktar

Umræðan um staðsetningu landspítala er til þess fallin að draga athyglina frá hruni Landspítalans. Menn æpa sig hása út af tæknilegum atriðum. En víkja engu orði að hinu alvarlegra, að sjúklingurinn er að deyja, sjálfur Landspítalinn. Meðan málið er tafið með linnulausi röfli, hamast ríkisstjórnin við að veikja spítalann. Svo að auðveldara sé að reisa einkarekstur á rústum hans. Vitringar staðarvals eru peð í meginskák einkavinavæðingar. Biðlistar lengjast, fólki hrakar og það deyr á biðlistum. Þjónusta versnar og oftar er teflt á tæpasta vað. Vinnugleði og líknarhugsun víkur fyrir stríði Flokksins gegn sjúklingum.