Þessu kippti landsfundur sjálfstæðismanna út: „Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um, að auðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, séu ævarandi í eign íslensku þjóðarinnar, sem nýttar eru með sjálfbærni og hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.“ Landsfundurinn styður ekki einu sinni hugmyndir sjálfstæðismanna á alþingi um sátt í stjórnarskrármálinu. Þetta sýnir, hversu fast flokkurinn er límdur við hag þess 1%, sem telur sig eiga sjó og land og þjóð. Ungliðabylting svokölluð treysti sér ekki til að verjast þessu. Enda var hún bara tilbúningur vilhallra fjölmiðla. Alls engin ungliðabylting varð í gamla, vonda Flokknum.