Píramídarnir
Píramídarnir við Giza eru þekktustu mannvirki heims, reistir fyrir rúmlega 3800 árum sem grafhýsi faraóa. Stærstur er Keops- eða Khufu-píramídinn, upphaflega 146,5 metrar, en rennislétta, yzta byrðið úr kalksteini er horfið. Það, sem nú sést, er burðarvirkið úr risavöxnum granítbjörgum.
Inni í píramídunum eru göng, sem liggja að grafhvelfingum. Ótal hugleiðingar hafa komið fram um annað og langsóttara hlutverk píramídanna, en engar þeirra hafa hlotið hljómgrunn til langs tíma.
Þrír stærstu píramídarnir eru kenndir við Keops/Khufu, Khafre og Menkaure. Einnig eru á svæðinu margir litlir píramídar, svo og bátaskýli með leifum af 43 metra líkflutningsbátum.
Öll þesi grafhýsi voru rænd öllu skrauti fyrir þúsundum ára, nema bátaskýlin, sem fundust ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina.