Svingsinn
Svingsinn er 400 metrum suðaustan við Keops-píramídann, risavaxin, útgrafin stytta af ljóni í hvíldarstöðu með mannshöfuð. Ekki er vitað, hvaða hlutverki svingsinn þjónaði, en hann er frá sama tíma og píramídarnir og hefur sennilega þjónað við helgisiði, sem tengdust píramídunum.