Hof Hatshepsut
Skammt frá Dal konunganna er grafarhof Hatshepsut, hinnar herskáu prinsessu, sem varð einn merkasti faraó Egyptalands og einn sá langlífasti. Musterið er sérstætt í hönnun, byggt af Senenmut, elskhuga faraós, með langri súlnaröð í forgrunni. Musterið er óvenjuleg vel varðveitt og hefur þar að auki verið lagfært á síðustu áratugum.