Landspítalinn rambar á barmi þess að verða hersjúkraskýli í neyðarástandi. Samt hefur Páll Matthíasson forstjóri tíma og fé til að hefna sín á geislafræðingum fyrir að segja upp. Líklega koma við sögu bandarískar aðferðir stjórnenda við að ögra starfsliði og sýna því í tvo heimana. Ákaflega ólíkt þeirri hugsun, sem liggur að baki tilveru spítala yfirleitt. Geislafræðingar með áratuga reynslu eru frystir úti og í staðinn ráðnir mállausir geislafræðingar frá útlandinu. Þetta er augljós hefnd, sem kostar peninga og rýrir gæði. Páll er bara fúll að sýna mátt sinn og megin. Við megum búast við frekari ýfingum í spítalarústunum.