Norrænt heilsumet

Punktar

Nýlega sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra í sjónvarpinu hér vera besta heilbrigðiskerfi í heimi. Þetta frábæra kerfi lýsti sér þannig í gær, að fólk beið í átta tíma eftir þjónustu á slysdeild Landspítalans. Áreiðanlega norrænt met. Að baki ruglaða ráðherrans eru enn 10% kjósenda eða 20.000 rugludallar. Að baki heilbrigðisráðherra, sem skipulega ofsækir spítalann, eru enn 22% kjósenda eða 45.000 rugludallar. Miklu fleiri bera ábyrgð á þessu, þeir sem síðast kusu bófaflokkana, en hafa gefizt upp. Senn verða settar upp prívat slysadeildir úti í bæ, þar sem fólk fær þjónustu strax. Þá munu pólitískir bófar skála fyrir sigri einkavinavæðingar.

Hringbraut