Aumt er, þegar pólitíkus talar eða ritar þannig, að meiningin misskilst. Þegar Helgi Hrafn Gunnarsson þarf að hlaupa til og skýra, hvað hann meinti. Eða hafa sérstakan útskýrara á sínum snærum til að gera meiningu skiljanlega. Þannig eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson, þeir tala í gátum eins og véfréttin í Delfí. Sigmundur Davíð er að því leyti verri, að hann skilst aldrei og kannast sjaldan við eigin orð. Sumum finnst slík hegðun sniðug, til dæmis Ólafi Ragnari. Hann veit, að hálf þjóðin er fífl. Mér finnst hins vegar höfundi framsetningar til skammar, að fólk skilji ekki, hvað hann er að þvæla.