Casablanca
Flugvélin lendir í Casablanca, stærstu borg Marokkó, frægri af samnefndri kvikmynd. Þar er risamoska Hassans II á nesi, sem skagar út í Atlantshafið. Kallturn moskunnar er sá hæsti í heimi 210 metra hár, sem samsvarar þremur Hallgrímskirkjuturnum. Moskan rúmar 25.000 manns á bænastundum, auk 80.000 manns í forgarðinum.