18. Marokkó – Sahara – Ouarzazate

Borgarrölt
Ourzazate Kasbah Taourirt

Kasbah Taourirt, höfuðstöðvar Glaoui-ættarinnar

Ouarzazate

Frá virkisbænum eru 34 km til Ouarzazate. Við útjaðar borgarinnar eru kvikmyndaver frá þeim tíma, þegar stórmyndir voru teknar í Ait-Ben-Haddou. Í þessum verum eru alkunn „props“ úr frægum stórmyndum.

Ouarzazate er miðstöð ferða inn í Sahara. Í bænum eru fræg ættarvirki úr sólbrenndum leir, svo sem Kasbah Taourirt, höfuðstöðvar Glaoui ættarinnar, sem löngum var ein herskáasta ætt í Marokkó. Þaðan komu stórvezírar og hershöfðingjar og sérfræðingar í hvers konar plotti.

Frá Ouarzazate er hægt að fara í ferðir um Draa dalinn, þar sem rennur lengsta á landsins. Gróðurinn á árbakkanum stingur í stúf við auðnina í kring.

Draa Dalur 3

Yfirgefið ættarvirki í Draa-dal

Draa Dalur 2

Draa dalur

Ekki er lengur hægt að fara í 52 daga reiðtúr á úlföldum um Sahara til Timbuktu í Mali, því að landamæri Marokkó og Alsír eru lokuð.

Næstu skref