Eina bók opna ég

Punktar

Er með rykfallið fjölbinda alfræðibókasett í skápnum. Áratugur er síðan ég opnaði það. Enda mundi það ekki svara spurningum mínum, er snúast um yngri mál. Wikipedia nægir mér, svarar öllum mínum spurningum. Þar á ofan er sú alfræðibók jafngóð og Brittanica. Er sýnishorn af mættinum, sem felst í „crowdsourcing“. Á stafrænni öld er bara ein bók, sem ég þarf reglulega að opna. Á sér enn enga hliðstæðu á vefnum, Ensk-íslenzk orðabók frá Erni og Örlygi, prentuð 1984. Sú bók er hin eina, sem tengir mér íslenzku við enska heimstungu. Þarf að vera til uppfærð og stafræn. (Því miður var orðið „crowdsourcing“ ekki til árið 1984)