Segist vera óhæfur

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson segir samkvæmt fyrirsögn í Kjarnanum, að forsetinn eigi ekki að haggast í öldurótinu. Samkvæmt því telur hann sig óhæfan til að vera forseti. Hefur nefnilega í þrígang ekki bara haggast, heldur umturnast 180° í öldurótinu. Fyrst þegar hann strikaði yfir vinstra fylgi sitt og gerðist hægri forseti. Síðan þegar hann strikaði yfir ofsafengið dálæti á útrásarvíkingum í hruninu og gerðist andstæðingur útrásarinnar eftir hrun. Í þriðja sinn þegar hann strikaði yfir ofsafengið dálæti sitt á arabískum furstum og öðrum þriðja heims illmennum og gerðist gamaldags vestrænn. Svona flautaþyrill dugir ekki.