Veganesti íslenzka ríkisins á umhverfisverndar-ráðstefnunni í París er svo sem ekki neitt annað en minnkun á útblæstri fiskiskipa. Hitt eru bara áætlanir um áætlanir um áætlanir án útreikninga og tímasetninga. Ekki er minnst einu orði á ráðagerðir um stóriðju um allar trissur, í Helguvík, á Grundartanga, á Bakka og á Hafurstöðum. Eitthvað meira en lítið þarf til að koma því fyrir innan í óskhyggjunni. Að kalla veganestið sóknaráætlun er ekki bara hlægilegt, heldur beinlínis þverstæða. Hér mun útblástur ekki minnka um 40% á næstu árum, heldur stóraukast. En Sigrúnu Magnúsdóttur munar ekki um að segja að svart sé hvítt.