Á vefnum hafa birzt fréttir af ungum manni, sem fékk útborgaðar 208.000 krónur á mánuði hjá Granda fyrir rúmlega dagvinnu. Það eru sennilega rúmlega 250.000 brúttó. Fyrirtæki, sem græðir milljarða, hefur ekki efni á sómasamlegu kaupi á gólfinu. Hér er rekin ferðaþjónusta, sem borgar svipuð sultarlaun á gólfinu, til dæmis bílstjórum og hótelstarfsfólki. Samt er hún að bresta á límingunum út af vaxandi álagi. Skil ekki í fólki að sætta sig við svona rugl á þenslutíma. Fyrirtæki, sem tíma ekki að borga fólki á gólfinu 500.000 krónur á mánuði, eiga engan tilverurétt. Líklega er það stjórnlaus græðgin, sem ræður helför þeirra.