Uppþot á Flokksfundi

Punktar

Uppistand var á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna í Kópavogi um stöðugleika, skatt eða framlag. Fólk gerði harða hríð að Sigríði Á. Andersen, sem reyndi að verja framlagið. Það hótaði að segja sig úr flokknum, ef hann tæki ekki sönsum og færi að gæta hagsmuna almennings. Þegar sá ágæti HALLDÓR Jónsson bloggari er farinn að lýsa uppþoti á slíkum fundi, er greinilega eitthvað stórt að gerjast. Enda eru almennt hlýðnir flokksmenn farnir að klóra sér í höfðinu eins og Halldór. Skilja ekki eindreginn fjandskap forustunnar við hagsmuni fólksins. Kannski er loksins kominn tími á, að botninn detti úr Flokknum og innihaldið fari á flakk.