Eignarhald lífeyrissjóða á helztu glæpafyrirtækjum landsins sýnir okkur inn í skuggalega framtíð hins tvíhöfða Janusar. Atvinnurekendur og verkalýðsrekendur hafa tekið saman höndum um að yfirtaka eignarhald á atvinnu. Verkalýðsfélög eru farin að taka hagsmuni lífeyrissjóða fram yfir hagsmuni þræla sinna og lífeyrisfólks. Smám saman stækkar hlutur hins nýja helvítis í þjóðarbúskapnum. Verkalýðsfélög hjálpa við að halda launum niðri og okrinu uppi, svo að eignir lífeyrissjóða skili sem mestum arði. Sjáið bara olíufélögin og bankana. Þessu verður aðeins breytt með handafli ríkisins, sem þjóðnýtir lífeyrissjóðina.