Nýtt jafnvægi hélzt

Punktar

Snemma í marz á þessu ári fór fylgi flokkanna á flot og var í lok apríl komið í núverandi horf. Eitthvað gerðist með fólki í marz-apríl, sem olli þrepahlaupi. Eftir fyrri smáskjálfta streymdi fylgið frá Framsókn, Samfylkingu og Bjartri framtíð til Pírata. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna stóð hins vegar að mestu í stað í flekahlaupinu. Pólitískan miðjan flaut, en kantarnir héldu. Allt er þetta forvitnilegt, hlaupið sjálft og síðari ró. Hlaupið fann strax nýtt jafnvægi, sem hefur haldizt í sjö mánuði. Fólk ákvað sig í vor. Sennilega kostar það stórbrotin lygaloforð Framsóknar í kosningum að raska því að nýju.