Kærið Martin fyrir landráð

Punktar

Draga þarf Martin Eyjólfsson sendiherra fyrir dóm við fyrsta tækifæri vegna meintra landráða. Hefur um árabil staðið fyrir hönd Íslands að leynifundum, þar sem verið er að undirbúa skert fullveldi Íslands. Gera það skaðabótaskylt fyrir tekjumissi, sem auðhringir telja sig sæta vegna neytendalaga, náttúruverndar og verndunar láglaunafólks. Til dæmis vegna ákvarðana loftslagsfundarins í París. Landráðin áttu að vera leynd í fimm ár fram yfir gildistöku. Þetta eru TISA-viðræðurnar. Við vitum um þær aðeins vegna uppljóstrana Wikileaks. Hann heldur áfram makkinu, þótt komizt hafi upp um það. Með kæru á hendur honum er hægt að finna, hver sendi hann í þennan hernað gegn Íslandi. Hvers vegna hann hefur þar frumkvæði og hvaða skjól hann hefur hjá utanríkisráðherra.