Fésbók er framför

Punktar

Áður fylgdu heimildaskrár bara með fræðigreinum. Fréttaskýringum blaða fylgdu sjaldnast heimildaskrár. Annað hvort treysti fólk miðlinum eða ekki. Vefurinn breytti þessu, einkum fésbókin. Nú eru álitsgjafar fésbókar oft spurðir, hvaðan þeir hafi heimildir. Eða af hverju þeir láti ekki fylgja tengingar. Til dæmis er orðið erfitt að dreifa fölsuðum ljósmyndum af meintri illsku Palestína eða Ísraela. Óðar er sá kominn á þráðinn, sem veit betur eða bendir á, að heimildin sé áróður, ekki viðurkennd. Því geta álitsgjafar ekki treyst á minnið. Verða að vera búnir undir erfiðar spurningar. Segið svo, að fésbók sé ekki framför.