Landvættirnir svöruðu einæðingum Landsnets í nótt. Sýndu fram á, að brjálað veður á hálendinu mundi rústa Sprengisandslínu. Nema hún verði öll lögð í sand. Sýndu fram á, að náttúruöflin eru sterkari en frekjur orkumálanna. Áróðurshjörð Landsnets harðneitar að viðurkenna jarðstrengi, þótt óháðir verkfræðingar hafi sýnt fram á hagkvæmni þeirra. Þegar hjörð er rökheld, þýðir ekki að reyna að hafa vit fyrir henni með rökum. Sýnikennsla náttúruaflanna er öflugri. Hana skilja allir, þótt hjörðin berji áfram höfðinu við steininn. Sársaukaminna væri fyrir hana að stinga höfðinu í Sprengisandinn. Og mundi spara henni háðsglósur.