Tvíeggjað ávísanakerfi

Punktar

Einkareknum skólum í Svíþjóð og Bretlandi hefur sumpart gengið vel. Þeir nota ávísanir ríkisins á hvern nemanda og leggja þar á ofan skólagjöld, sem ríkir foreldrar borga. Til að friða vonda samvizku bjóða þeir oft fátækari nemendum fría skólavist. Þeir nemendur hafa lent í einelti, að minnsta kosti í brezkum einkaskólum. Í sænskum einkaskólum eru nokkur dæmi um hina íslenzku Hraðbraut. Skólar taka ávísanir ríkisins, ráða slaka kennara á undirkaupi, veita slaka kennslu. Soga arð í eigin vasa og heimta, að ríkið dragi sig að landi. Eða dólgarnir flýja land í miðju kafi. Og ætíð efla einkaskólar stéttaskiptinguna.