Ekki kemur á óvart, að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins puði við að rústa ríkiskerfinu. Landspítalinn hefur lengi verið í sigtinu. Þeir eru að rýma til fyrir framtaki einkavina Flokksins. Hins vegar kemur spánskt fyrir sjónir, að Framsókn skuli yfirgefa norrænu miðjuna og færast yfir í sömu öfgar. Vigdís Hauks er ofsatrúaðri brauðmolasinni og einkavæðingarsinni en sjálfstæðismenn. Þeir beita þó kreddunni bara í ábataskyni. Þingmenn Framsóknar þykjast sumir hverjir vera á miðjunni. Rétta þó ævinlega upp hendi, þegar greidd eru atkvæði með árásum á þá, sem minnst mega sín. Nöfn þeirra eru brennd í vitund kjósenda.