Sorgarsaga Efstaleitis

Punktar

Sorgarsaga Ríkisútvarpsins byrjaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ráðherra. Stofnunin var áður í skuldlausu húsnæði og átti hundruð milljóna í sjóði. Aðild ráðherrans fólst í að neita að viðurkenna, að flutningur í Efstaleiti kostaði þrjá milljarða. Sú upphæð var hengingaról, sem síðan var látin herðast um háls Ríkisútvarpsins. Ekki hefur síðan sézt til sólar þar á bæ. Það er bara vegna pólitískra ákvarðana um, að láta skulda- og vaxtabyrði vaxa og kæfa stofnunina. Nú sér Illugi Gunnarsson ráðherra um að keyra stofnunina í þrot. Þetta er allt þáttur í markvissri rústun ríkisrekstrar til að rýma fyrir einkavinavæðingu.