Veifar fölsku flaggi

Punktar

Kristrún Elsa Harðardóttir titlar sig sem „talsmann hælisleitenda“. Villir á sér heimildir. Þótt hún hafi unnið hjá hinni frægu Útlendingastofnun, getur hún ekki verið eða hafa verið talsmaður hælisleitenda. Ég veit ekki betur en, að eini formlegi „talsmaður hælisleitenda“ sé Arndís A. K. Gunnarsdóttir hjá Rauða krossinum. Samt flaggar Kristrún Elsa þessu tignarheiti í fésbókarfærslu, sem Mogginn tók upp á sína arma. Þar fer hún með varnir fyrir Útlendingastofnun í frægu máli hælisleitenda frá Albaníu. Endurtekur þuluna um, að „the computer says No“. Skrítnast er þar, að hún skuli veifa fölsku flaggi um virðingu sína.