Sykurbergur fjarlægði Össur Skarphéðinsson af fésbókinni í tæpan sólarhring í vikunni. Ég sé þó ekki, að auðjöfurinn eigi vald til ritskoðunar á pólitískri umræðu hér á landi. Þótt hann bæðist afsökunar og opnaði skjótt aftur, er málið allt hið versta. Áður hefur komið fram, að bófaflokkar geta gert slíka aðför að fésbókurum. Mál Össurar er ekki einsdæmi. Kallar á faglega rannsókn á, hvernig það gerist og hvernig á að bregðast hratt við. Við þurfum að hafa aðgengilegar upplýsingar um hraðan gang kvartana á hendur Facebook. Ritskoðun Zuckerbergs getur verið hættuleg á tímum sviptinga í pólitík og í aðdraganda kosninga.