Leynileg alþjóðapólitík

Punktar

Sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skilaði auðu í vikunni í kosningu um alþjóðlegt kjarnorkuvopnabann. Hafði nokkrum vikum fyrr greitt atkvæði gegn því sama banni. Mat hans var, að þetta nýja bann gæti skaðað eldra bann. Hvernig er það rökstutt? Minnir okkur á, hversu lítil umræða er hér um afstöðu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Er Ísland taglhnýtingur Bandaríkjanna, norðurlandanna eða sérvizku ráðherra hverju sinni? Á öðrum vettvangi þjónustar sendiherra Íslands alþjóðlegar fyrirtækjasamsteypur gegn Íslandi. Landráð Martins Eyjólfssonar í boði Gunnars Braga Sveinssonar? Almenningi er ekki treyst til að ræða slíkt.