Frakkland er orðið lögregluríki, kratarnir komnir hálfa leið yfir í fasismann. Hafa virkjað gömul neyðarlög frá 1954, tíma Alsírstríðsins. Lögreglan gerir húsleitir án dómsúrskurða og án eftirlits. Lögin voru líka notuð til að ráðast á umhverfissinna í tilefni silkihúfufundar mengunarsinna í París. Ráðist er inn í óviðkomandi íbúðir og íbúum misþyrmt í misgripum. Húsleitir eru þegar orðnar 2200 talsins og 350 manns settir í stofufangelsi. Þar á meðal umhverfissinnar, óviðkomandi hryðjuverkunum í París. Kratar töpuðu héraðskosningunum í vikunni þrátt fyrir þessi kraftalæti. Því græddu kratar ekkert á að verða að fasistum.