Bjarni Benediktsson er að missa það. Orðinn þreyttur og rúnum ristur í framan í sjónvarpinu. Eitthvað er það, sem hann ræður ekki við. Staðfestist, þegar hann tók stóra feilsporið: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“ Afsakar kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja með því, að fleiri eigi bágt, það er að segja láglaunafólk. Viðurkennir loksins, að láglaunafólki sé þrælað út fyrir skítakaup. Líklega er Bjarni Ben að bila að innan eins og Ásmundur Friðriksson.