Hefðbundið var í íslenzkri matreiðslu að hafa fisk eða kjöt á diski með soðnum kartöflum. Síðan bættist við grænmeti, léttsteikt og hrátt. Undanfarin misseri hefur kartaflan vikið fyrir nýrri tízku. Bygggrautur hélt innreið sína, minnir á norðurítalskan hrísgrjónagraut, risotto. Bygggrauturinn hefur farið þvílíka sigurför um íslenzk matargerðarhús, að leitun er að stað, sem býður kartöflur með fiski. Bygggrauturinn er allsráðandi með fiski, líklega að makleikum, því að hann er notaleg fæða. En verður samt að kunna sér hóf eins og aðrar dellur. Kominn er tími til, að meistarakokkar auki fjölbreytni í meðlæti á diskinum.