Ófært er, að mesta þenslugreinin borgi starfsfólki lúsarlaun. Að ferðaþjónusta geti nýtt sér eymd verkalýðsfélaga. Að annars vegar sé kvartað yfir of miklu álagi á ferðastaði og hins vegar séu laun ósæmileg. Í fyrsta lagi þarf að auka menntun í matreiðslu, hússtjórn og móttöku. Í öðru lagi þarf ríkið að taka fram fyrir hendur aumingja verkalýðsfélaga og setja lágmarkslaun. Það er hið bezta mál, ef hærri tekjur leiða til vægari þenslu í greininni. Núverandi þensla er óhófleg fyrir of lélega aðstöðu á helztu ferðamannastöðum. Kapp er bezt með forsjá er það spakmæli, sem Íslendingar hafa átt einna erfiðast með að skilja.