Hálft fylgið hangir

Punktar

Þegar ég var ungur, taldi Framsókn sig vera miðjuflokk. Var almennt flokkaður þannig fram að formennsku Halldórs Ásgrímssonar. Kominn núna yzt á hægri jaðar undir formennsku Sigmundar Davíðs og í hugmyndamyrkri Vigdísar Hauks. Þegar ég var ungur taldi Sjálfstæðisflokkurinn sig spanna frá miðju yfir til hægri. Oft komu að sögu litlir flokkar hægra megin. Nú er Flokkurinn kominn yzt til hægri í stefnuna Græðgi Er Góð í hugmyndaheimi Hannesar Hólmsteins, spámanns Davíðs. Í hamskiptum flokkanna fylgdi hálft fylgið. Sauðir og úlfar röltu með bófunum. Ekki virðist Viðreisn skafa mikið af Flokknum. Helmingur af fylgi flokkanna tveggja hefur því þolað hamskiptin. Hefðbundna 60% fylgið verður því 30% næst.