Ísland hrundi á fimm árum í samræmdri umhverfisvísitölu YALE-háskóla. Árið 2010 var landið í efsta sæti, en er árið 2015 dottið niður í fjórtánda sæti. Enn erum við efst í hreinleika vatns, en komin niður í fimmtánda sæti í loftgæðum. Þegar kemur að gömlu atvinnuvegunum, er staðan svört. í regluverki um verndun vistkerfa og auðlindastjórnun erum við í 84. sæti í sjávarútvegi og 148. sæti í landbúnaði. Niðurstaðan er, að við njótum hreinustu náttúru í heimi, en förum með hana eins og naut í flagi. Við erum semsagt heimsins mestu umhverfisböðlar. Þannig fer fyrir græðgisþjóð, sem elskar jarðýtur og hefur asklok fyrir himinn.