Alþingi hefur þrengt svigrúm ríkisstjórna til að leggja fram fjárlög með halla til að mæta sveiflum. Er þó víða góð reynsla af tímabundnum halla, svo sem hjá Franklin Delano Roosevelt í bandarísku kreppunni. Hægri öfl reyna hins vegar að binda hendur ríkisins, svo sem í Suður-Ameríku á Kissinger-tíma. Jafnvel vatnið var einkavætt. Í Bretlandi hefur svigrúm stjórnvalda einnig verið þrengt á tíma Thatcher, Blair og Cameron. Útkoman er laskað heilsukerfi Breta. Vestur-Evrópa hefur forðast slíkar árásir á lífsöryggi fólks. En hér á landi studdu kratar og píratar minnkun svigrúms. Þótt vita megi, að tilgangurinn er að auka misjöfnuð.