Vont er, að ríkið safni skuldum og sói skattfé í vaxtagreiðslur. Af því stafar krafan um hallalaus fjárlög og ríkisreikninga. Lögfesting á þrengingu svigrúms til hallarekstrar hefur þó á síðustu áratugum verið notuð til annars. Notuð til að rökstyðja sölu á innviðum samfélagsins. Verið vopn í höndum einkavæðingar. Við höfum reynsluna frá Keflavík og hún er bitur. Undarleg er líka sú röksemd, að í kreppu eða hruni megi víkja frá lögunum. Eru lögin þá bara viðmiðun, ekki alvörulög? Fólk er að vakna upp við vondan draum í Bandaríkjunum og Bretlandi, Grikklandi og Spáni. Endurvakin er krafan um, að innviðir séu ekki einkavæddir.