Zúismi er ekki fjölgyðistrú frá bronzöld, þótt aðstandendur haldi því fram, nú síðast í Kjarnanum. Trúin var fundin upp á Íslandi árið 2015. Zú eða Anzú var nánast bara hluti af leiktjöldunum í guðaheimi Súmera. Raunar eins minni háttar og hægt er að vera. Gegndi því eina hlutverki að vera drepinn á fjalli og var þar með úr sögunni. Ekki er vitað til, að nokkru sinni hafi verið nein minnsta trú á honum. Ekki er vitað til, að neinn hafi nokkru sinni beint bænum sínum til hans. Bara nafn til að fylla upp í goðafræði Súmera. Upprisa Zú á Íslandi snýst um, að fólk vill losna með þunnum brandara undan sóknargjaldi. Er það lífsskoðun?