Smálán ríða enn húsum

Punktar

Alþingi og ríkisstjórn hefur ekki tekizt að stöðva smálánafyrirtæki og loka þeim. Okrararnir hafa riðið húsum í nokkur ár. Ginna illa statt fólk til að leysa raunverulegan eða ímyndaðan vanda líðandi stundar. Gerðar hafa verið veiklulegar tilraunir til að hafa hemil á okrurunum, en ekkert gengið. Síðast sluppu þeir með lagakrókum fyrir jól við 158 milljón króna sekt. Alþingi og ríkisstjórn sitja eins og þau fífl, sem þau eru, og horfa á. Auðvitað þarf að setja skýr og klár lög um bann við okri að hætti smálána. Lög sem loka, þótt lagatæknar reyni sniðgöngu. Eitthvað mikið er bogið við pólitíska getuleysið.