Schengen rotaðist

Punktar

Schengen er fallið úr gildi. Sérhvert ríki setur upp hindranir á landamærunum og vísar flóttafólki burt. Danmörk sendi herinn að landamærum Þýzkalands og setti þar upp eftirlit. Svíþjóð setti upp eftirlit á brúnni yfir Eyrarsund og á ferjum, sem sigla yfir sundið. Efnahagssvæðið Kaupmannahöfn-Málmey er laskað í bili, því ferðin yfir brúna fram og til baka hefur lengzt um klukkutíma. Í Austur-Evrópu er landamærum hreinlega læst og sama er um Ermasundsgöngin til Bretlands. Partur af því að lenda í styrjöld menningarheima. Evrópusambandið lætur reka á reiðanum, enda stýrt af undirmálsfólki, sem ver ekki ferðafrelsi okkar.