35% siðblindingjar

Punktar

Vísindalegar skoðanakannanir sýna fáséða festu í stuðningi kjósenda við flokka í átta mánuði samfleytt. Ríkisstjórnin og flokkar hennar komast ekki neðar en í 35% fylgi og sitja þar fastir. Samt kemur ítrekað fram, að þetta eru bófar og bjánar, sem vilja þjóðinni illt. Flest er þetta siðblint lið, sem reynir að rústa innviðum samfélagsins sem allra mest á sem skemmstum tíma. Þjóðinni er lífsspursmál að losna undan oki lyginna mannhatara. Þegar 35% kjósenda eru á öndverðum meiði, má ljóst vera, að verkefnið er einkar erfitt. Með frumlegum loforðum getur græðgisliðið að auki vélað 15%, fávitana, í næstu kosningum.