Þegja fyrst – ljúga svo

Punktar

Þöggun hefur öfug áhrif, þegar hún kemst upp. Nú sést, að yfirvöld í Svíþjóð og Þýzkalandi ljúga skipulega um vanda tengdan múslimum í hópi innflytjenda. Verra er, að fjölmiðlar taka þátt í þessari þöggun. Þannig sjá Þjóðverjar, að fjölmiðlar þögðu um nýjársnótt í Köln í fjóra daga í von um, að vandinn gufaði upp og hyrfi. Hundrað konur urðu fyrir skelfilegri lífsreynslu, en yfirvöld og fjölmiðlar þögðu bara. Þögðu bara. Sögðu svo, að ekki væri hægt að fullyrða neitt um gerendur. Haldið þið, að fólk sé lengur tilbúið að trúa? Sú aðferð að leysa vanda með því að þegja fyrst og ljúga svo hefur gengið sér til húðar.