Hef komið til ríkja múslima og dvalizt viku eða tvær í hverju þessara ríkja: Marokkó, Egyptalandi, Palestínu, Jórdaníu, Tyrklandi og Íran. Hitti heimamenn, einkum kaupmenn, leigubílstjóra og kaffihúsaspekinga. Þetta er prýðisfólk eins og fólk á vesturlöndum. Sá munur er á, að trúin er miklu miðlægari í lífsmynd þeirra. Fara daglega í mosku og falla oft á dag á hné sín í bæn. Tengd trúnni er hin skarpa karlremba, sem litar allan heim múslima. Margfalt magnaðri en karlremba er á vesturlöndum. Það merkilega er svo, að mögnuð karlremban linast ekki, þegar múslimar flytjast til vesturlanda. Og veldur þar rosalegum vanda.