Teiknidólgarnir

Punktar

Fyrirhugað hús á horni Lækjargötu og Tryggvagötu er miklu verra en fyrirhugað hús á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, sem einnig er forljótt. Í fyrsta lagi er fyrra húsið tveimur hæðum of hátt og þar á ofan fáránlega mikil andstæða við umhverfið. Dagur B. Eggertsson og Hjálmar Sveinsson telja sig þurfa að skríða fyrir bröskurum. Ættu þó að geta gert fegurðarkröfur. Hafa greinilega ekki auga fyrir fegurð, ekki frekar en braskararnir, sem hafa þá í þrælkun. Nógu mikið hefur verið fjallað um málefnið, kominn tími til að fara í manninn. Hverjir eru teiknidólgarnir, sem fórnuðu fagheiðrinum í viðurstyggðina?