Framtíð fjölmenningar er dökk um alla Evrópu, líka á norðurlöndum, þar á meðal hér. Ítrekaðar fréttir af lokun járnbrautarstöðva, almenningstorga og brúa; af árásum á konur á götum úti. Her og lögregla verður það, sem sést bezt á götum. Köln. Bruxelles og París eru dæmin. Hvert atvik magnar óbeit fólks á múslimum. Fólk sér hættu á hverju horni, ekki að ástæðulausu, gleymum því ekki. Móttaka hælisleitenda frá löndum múslima mun dofna. Fólk hættir ekki lífi og limum í þágu fjölmenningar. Hún er dæmd til að verða að „collateral damage“ í stríði miðalda gegn nútíma. Þöggunin um vandann í Þýzkalandi mistókst einfaldlega.